Stafræn menningarfræðsla sem spornar gegn atvinnuleysi ungs fólks

Um verkefnið


Alheimsfaraldur covid-19 hefur skilað auknu atvinnuleysi, sérstaklega meðal fólks yngri en 25 ára. Til þess að bregðast við því höfum við þróað evrópska verkefnið AdultsOnTheMove! sem miðar að því að berjast gegn þessari þróun á nýstárlegan og sjálfbæran hátt.



Verkefnið gengur út á að styðja við ungt atvinnulaust fólk sem hefur áhuga á stafrænni menningu og vill nýta sér þann áhuga til þess að efla sig á vinnumarkaðinum og gera sig hæfari til þátttöku í stafrænum veruleika nútímans.

Markmiðið


Meginmarkmið verkefnisins er að þróa og prófa aðferðafræði og verkfæri sem munu veita ungu fólki aðgengileg og sjálfbær námstækifæri varðandi stafræna tækni.


Þetta mun hjálpa við að auka stafræna færni og hæfni sem nauðsynleg er til að gera einstaklinga að hæfari og meira aðlaðandi starfskrafti á nútíma vinnumarkaði, og takast þannig á við atvinnuleysi þessa hóps.

Fyrir hvern


Verkefnið var þróað til að styðja við  ungt atvinnulaust fólk á aldrinum 16-29 ára sem hafa fagleg tengsl við menningar- og skapandi geira og/eða hafa faglegan áhuga á stafrænni menningu og tækni.


Aðferðafræðin og verkfærin sem þróuð verða í verkefninu er ætlað að vera útfærð og notuð af þessum sama hópi, en einnig geta kennarar og/eða vinnuveitendur útfært þau til þess að styðja við aukna hæfni í stafrænni menningu í kennslustofum sínum eða fyrirtækjum.

Hvers vegna?


Stafrænt umhverfi er að gjörbylta því hvernig fyrirtæki starfa og ná árangri. Á slíkum samkeppnismarkaði er sífellt mikilvægara að byggja upp góða og hagnýta stafræna menningu í fyrirtækjum.


Að reka farsælt fyrirtæki þýðir að reka stafrænt fyrirtæki. Þetta hefur skapað kröfu um algjörlega nýja hæfileika meðal starfsmanna og frumkvöðla og góð leið á vegi velgengni er að tryggja að þú sért upplýstur, þátttakandi og valdi til að hjálpa til við að rækta stafrænt hugarfar og byggja upp blómlega stafræna menningu .