AdultsOnTheMove!
stafræn menning | stafræn færni | stafræn viðskipti | stafrænt frumkvöðlastarf
Nýjustu fréttir
Verkefni í vinnslu
Nemenda/kennara þjálfun
Verkefnið hefur skipulagt einn viðburð á námskeiðinu fyrir nemenda/kennar þjálfun . Þessi viðurður verður nýstárlegur á þann hátt að hann er bæði blandaður í stað og tíma, og mun á virkan hátt stuðla að sjálfbærni verkefnisins.
Þjáflunin gerir tveimur kennurum/sérfræðingum og þremur nemendum frá hverri þátttökuþjóð kleift að hittast og ræða leiðir til þess að takast á við þær áskoranir sem nemendur standa frammi fyrir og finna viðeigandi lausnir með því að nota skapandi aðferðir og verkfæri. Þetta mun veita hverju þátttökulandi aukinn skilning á því hvernig ungir fullorðnir í mismunandi löndum og með annan menningarlegan bakgrunn takast á við áskoranir sínar og hvaða bakgrunn þeir hafa til að takast á við þær áskoranir.
Tilraunaverkefni
Verkefnið verður prufukeyrt samhliða nemenda/kennara þálfuninni. Markmið prufukeyrslunnar er að prófa þau tæki og þá aðferðafræði sem þróuð verða í verkefninu til að tryggja bæði mikilvægi þeirra og gæði.
Nemendur munu takast á við ýmsar áskoranir og finna viðeigandi lausnir sem þróaðar verða í verkefninu. Við lok prufukeyrslunar eiga nemendur að hafa klárað heilt netnámskeið ásamt öðrum verkefnum og munu að endingu hlaða upp myndbands dagbók á sameiginlegan vef-vettvang, sem notuð verður sem stuðingsefni fyrir IO1: Handbókina.
Kynningar og viðburðir
Hver þáttökuþjóð mun standa fyrir upplýsingadegi í hverju landi þar sem verkefnið er kynnt fyrir samstarfsaðilum, hagsmunaaðilum, þátttakendum og öðrum fulltrúum markhópsins.
Markmið upplýsingadagsins er að segja frá verkefninu, framvindu þess og væntanlegum niðurstöðum. Skipulagðar verða hringborðsumræður um verkefnið með það að markmiði að öðlast betri skilning og ræða hugsanlegar breytingar á þörfum viðkomandi markhópa og hagsmunaaðila.